top of page

HAGNÝTAR UPPLYSINGAR

Hagnytar upplýsingar

 Að koma og fara 

Mikilvægt er að þegar að foreldrar koma með börnin í leikskólann  að þeir snúi sér strax til starfsfólks leikskólans.

Bannað er að taka börnin út úr húsi án þess að starfsfólk leikskólans viti af því. Foreldrar eru beðnir um að passa sérstaklega upp á að loka hurðum á eftir sér og hliðinu í garðinum þegar gengið er þar í gegn.

 Aðlögun

 Það að byrja í leikskóla er stórt skref og ný reynsla bæði fyrir foreldra og barn. Í Krílaseli er aðlögun að öllu jöfnu í 5 til 6 daga en getur stundum tekið styttri tíma.

Góð samvinna foreldra og starfsfólks leikskólans er mikilvægur þáttur í starfsemi leikskólans. Börnin eru fljót að skynja ef samvinna foreldra og skóla er í góðu lagi og það hefur áhrif á líðan barnsins til góðs.

Starfsfólk leggur áherslu á góð dagleg samskipti við foreldra. Við biðjum ykkur endilega að ræða við starfsmenn ef þið eruð í vafa um eitthvað, eða hafið einhverjar spurningar eða athugasemdir.

Kveðjustund

Mikilvægt er að foreldri gefi sér góðan tíma til að kveðja barnið áður en starfsmaður tekur við því.


 Afmælisdagar

Afmælisdagar eru merkisdagar hjá okkur og við leggjum okkur fram við að gera daginn eftirminnilegan fyrir afmælisbarnið.
Haldið er upp á afmæli barnanna í samverustund fyrir hádegi. Börnin mega koma með uppáhaldsávextina sína ef þau vilja. 

Samverustundin er tileinkuð afmælisbarninu, syngjum afmælissönginn og barnið býður félögum sínum ávexti.
Vinsælt er að afmælisbarnið geri kórónu sem það fer með heim.


Breyta vistunartíma

Ef foreldrar þurfa að breyta vistunartíma er það hægt og en að láta leikskólastjóra vita með góðum fyrirvara.

Fatnaður og fataherbergi

 Barnið þarf að hafa allan þann fatnað sem nauðsynlegur er til að það geti tekið þátt í starfi leikskólans. Æskilegt er að fatnaður sé þægilegur og hefti ekki eðlilegar hreyfingar, fatnaður sem má blotna og jafnvel sulla á mat eða málningu.

Mikilvægur hluti af daglegu starfi er útivera og þá þarf klæðnaður barnanna að vera í samræmi við veðurfar. Veðrið á það til breytast fljótt og við hvetjum foreldra til að spyrja starfsfólk álits ef þeir eru í vafa með fataval. 

Fatakassar og fatahólf

Hvert barn hefur sitt fatahólf þar sem dagleg föt eru geymd, einnig sinn fatakassa þar sem geymd eru aukaföt. Mikilvægt er að fara reglulega yfir þá og bæta fötum í þá eftir þörfum. Blaut og óhrein föt eiga að fara heim í lok dags. Ekki er hægt að geyma töskur barnanna í hólfunum vegna þrengsla í fataherbergjum.Tæma þarf allt úr hólfinu á föstudögum. Fatamerkingar eru nauðsynlegar til að tryggja að börn týni síður sínum fötum því ekki er hægt að gera ráð fyrir að starfsfólk þekki fatnað allra barnanna. Fatamerkingar auðvelda einnig allt skipulag í fataklefa til hagsbóta fyrir alla aðila.

Við hvetjum foreldra til að fara reglulega yfir óskilamuni í þar til gerðum kössum sem eru í fataherbergjunum. 

Hver má sækja

Foreldrar fylla út eyðublað þegar barnið byrjar í leikskólanum og þar kemur fram hverjir mega sækja barnið.  Allar breytingar á því þurfa að tilkynnast til starfsfólks leikskólans. Ekki er almennt talið æskilegt að börn yngri er 12 ára sæki börnin á leikskólann.

Opnunartími

Krílasel er opin frá kl. 8:00-16:00

Krílasel er með sex starfsdaga á ári og eru þeir ákveðnir fyrir hvert leikskólaár og má sjá hvenær þeir eru í viðburðardagatali á heimasiðunni.


Veikindi barna

Gert er ráð fyrir að fyrir að börnin geti tekið þátt í öllu starfi leikskólans bæði inni og úti og séu almennt frísk. Það er þó réttur barnsins að vera heima þegar það er veikt sem hindrar einnig að barnið smiti önnur börn og starfsfólk. Þegar barnið kemur  aftur í leikskólann eftir veikindi getur það fengið að vera inni í einn til tvo daga.  Börn sem eru með hita eða almenna vanlíðan að mati starfsfólks eiga að vera heima  þar til þau ná heilsu.  Sama gildir um smitandi sjúkdóma, þá verður barnið að dvelja heima þar til smithætta er liðin hjá einnig til að forðast útbreiðslu sjúkdóma í leikskólanum. Ef barn veikist í leikskólanum hringjum við í foreldra og það er því mikilvægt að leikskólinn hafi rétt símanúmer.
Æskilegt er að foreldrar tilkynni veikindi  barna sinna  í leikskólann  í síma 4217878/8456622.


Lyfjagjafir á leikskólatíma 

Lyfjagjafir á leikskólatíma ættu aðeins að gerast  í
undantekningartilvikum. Þurfi t.d. að gefa barni lyf 3 svar á dag  þá skiptir ekki máli þótt rúmir 8 tímar líði á milli gjafa. Undantekningar á þessu gætu verið sykursýkis-, asthma- og ofnæmislyf. Í slíkum tilvikum er ráðlegt að fá skrifleg fyrirmæli frá lækni til að sýna leikskólastarfsmönnum. 

Slys og óhöpp 

Fullt samráð er haft við foreldra ef slys eða óhöpp verða á börnum á leikskólatíma og næstu skref ákveðin í samráði við þá. Ef um alvarlegt slys er að ræða er tafarlaust kallað á sjúkrabíl og starfsmaður fylgir barninu á sjúkrahús þar til foreldrar koma. 


Hvíld

Hvíldartími er frá 11:45-14:30 og er lögð áhersla á að svefnþörfum allra barna sé mætt í umhverfi sem einkennist af trausti og hlýju.  Ekki er æskilegt að börnin verði fyrir truflun á milli kl.11-13 nema í algjörum undantekningatilfellum eins og ef að barn þarf að fara til læknis.

Leikföng

Almenna reglan er sú að leikföng barna skulu geymd heima. Hins vegar geta ákveðnar aðstæður kallað á að börn fái að taka t.d. með sér bangsan sinn sér til halds og trausts. Við slíkar aðstæður er best að starfsfólk  og foreldrar hafi samráð um slíkt. 

bottom of page