Ungbarnaleikskólinn Krílasel mun hefja starfsemi sína í januar 2019 og af því tilefni voru drög að skólanámskrá leikskólans samin. Skólanámskrá ungbarnaleikskólans Ársól var höfð til hliðsjónar við gerð hennar. Námskráin var aðlöguð aðalnámskrá leikskóla sem kom út árið 2011. Einnig var stuðst við námskrá leikskóla í Kópavogi fyrir 1-2 ára börn útgefið af fræðsluskrifstofu Kópavogs. Leikskólinn Krílasel hefur einkunnarorðin “Umhyggja – Jafnrétti - Öryggi”. Hlutverk námskrár leikskólans Krílasels er að allir séu upplýstir um starf leikskólans og mikilvægt er að hún sé sem aðgengilegust fyrir alla þá aðila sem munu koma til með að nýta sér hana og þjónustu leikskólans. Á heimasíðu verður hægt að kynna sér námskránna og stefnu okkar og þá þætti leikskólastarfsins sem liggja til grundvallar námskránni.