top of page

FORELDRASAMSTARF

Þar sem að Krílasel er nýr ungbarnaleikskóli með engum börnum og engum foreldrum var ekki hægt að leita eftir samstarfi við foreldra við gerð skólanámskrár til að byrja með, en í framtíðinni verður leitast við að finna fjölbreyttar leiðir til samstarfs við fjölskyldur og foreldra við endurskoðun námskrár og til að koma á framfæri upplýsingum um starf og starfshætti leikskólans. (Aðalnámskrá leikskóla 2011).  Gott samstarf foreldra og starfsfólks er mikilvæg forsenda þess að barninu líði vel í leikskólanum. Samstarfið þarf að byggja á gagnkvæmu trúnaðartrausti og góðri upplýsingamiðlun. Í Krílaseli verða foreldrar í upphafi leik- skóladvalar beðnir um að fylla út upplýsingablað þar sem fram koma ýmsar hagnýtar upplýsingar um barnið. Að loknu viðtali við leikskólastjóra skrifa foreldrar síðan undir dvalarsamning þar sem viðverutími barnsins kemur fram og upplýsingar um aðlögun. Stuðst verður við hefðbundna aðlögun með fimm daga þátttöku foreldra með stigvaxandi viðveru í leikskólanum. Lengd aðlögunnar verður metinn eftir hverju barni fyrir sig.

bottom of page