Girls Having Fun

NÁM OG LEIKUR

Leikskólinn er fyrsta skólastig barnsins og markar upphaf formlegrar menntunar einstaklings. Samkvæmt Reggio Emilía er talið mikilvægt að barnið nýti tjáningu og sköpun í námi sínu, daglegu lífi og umhverfi. Barnið er einnig hvatt til að nýta sér allar hugsanlegar tjáningarleiðir sem það getur ráðið við (Kristín Hildur Ólafsdóttir, 2005, 8-9). Áhersla er lögð á skapandi starf, myndlist,  þjálfun sjónskynjunar og frelsi barnsins til að vinna á þann hátt sem því hentar best, við sjálfstæð verkefni og uppgötvunarnám.