top of page
Drawing & Coloring

LÖG OG REGLUR

Leikskólastarf á Íslandi byggir á lögum um leikskóla og reglugerð með þeim og aðalnámskrá leikskóla. Reglugerð um starfsemi leikskóla tekur til ýmissa ákvæða í leikskólastarfinu og setur viðmið er varða húsnæði, búnað og útileiksvæði. Í reglugerðinni er einnig kveðið á um reiknireglur vegna barnafjölda, upplýsingar um starfsemi leikskóla, samstarf heimilis og skóla og ýmislegt fleira. Forsenda alls leikskólastarfs er að starfið sé byggt á laga og regluumhverfi sem á við um þann málaflokk. Um starfsumhverfi leikskóla á Íslandi gilda ákveðin lög og reglugerðir og tilgangur þeirra er að börn njóti ákveðinna réttinda hvað varðar vernd og umönnun. Þar ber fyrst að nefna Lög um leikskóla nr. 90/2008 þar sem segir meðal annars: að [þ]ar sem leikskólinn sé fyrsta skólastigið fyrir börn undir skólaskyldualdri, þá verði leikskólinn að frumkvæði leikskólastjóra að aðstoða erlenda foreldra í að öðlast allar þær upplýsingar sem nauðsynlegar þyki til að eðlileg samskipti geti átt sér stað milli heimilis og skóla, með velferð barnanna að markmiði (Lög um leikskóla nr. 90/2008). Lög um leikskóla, reglugerð um starfsemi leikskóla og aðalnámskrá leikskóla er að finna á vefnum:

http://www.althingi.is/altext/stjt/2008.090.html

http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/key2/225-1995 

http://www.menntamalaraduneyti.is/utgefid-efni/namskrar/nr/3952

bottom of page