top of page

HUGMYNDAFRÆÐI OG KENNINGAR

Starfið í Krílaseli mun styðast við hugmyndafræði Reggio Emilía stefnunar sem byggir m.a. á hugmyndum Loris Malaguzzi og Montessori um uppeldislega skráningu, og til kenninga Deweys sem lagði áherslu á uppgötvunarnám, sem felst í að börn læri í gegnum leik með því að prófa sig áfram (learning by doing). Hann taldi að barnið ætti að læra af eigin reynslu, virkni og áhuga. Piagets og Vygotskys lögðu áherslu á mikilvægi leiðbeinandi náms, þannig að kennarar, börn og foreldrar séu virkir þátttakendur í námsferlinu. Barnið lærir ekki eingöngu af því að taka á móti, heldur í samspili við þekkingu þess á veröldinni í gegnum skynfærin. Uppeldisumhverfi barnsins og sá efniviður sem það hefur skiptir því sköpum. Hann lagði höfuðáherslu á virðingu fyrir barninu og þörfum þess.

bottom of page