top of page

GJALDSKRÁ

Miðast við 01.01.24

Gögn sem þurfa fylgja með innritun barns: 

1. Skilyrði fyrir leikskóladvöl barns er að lögheimili þess (farið er eftir skráningu í þjóðskrá) og föst búseta sé í Reykjavík . Þó tökum við einnig inn börn frá nágrannasveitarfélögunum ef það eru laus pláss á inntitunnartímanum til að uppfylla rekstrarlegar forsendur leikskólans. Við inntöku er því farið eftir kennitölu barns, búsetu og einnig reynt að taka tillit til hjúskaparstöðu.

2. Foreldrar þurfa að fylla út eyðublað um samþykki fyrir upplýsingagjöf varðandi skuldastöðu hjá Leikskólasviði. Þetta eyðublað nálgast þú/þið hjá leikskólastjóra . 

3. Leikskólasvið þarf að vera búin að fá skriflega uppsögn frá dagforeldri, við þurfum afrit af uppsögn dagforeldra. Miðast við mánaðar uppsagnarfrest.
4. Foreldrar verða að láta Leikskólasvið vita að barnið sé að byrja á leikskóla svo að foreldri fái ekki greitt fyrir þjónustutryggingu.
5. Miðast við að barnið sé 12.mánaða á þeim degi sem barnið byrjar. Rvk borg gr. 

                                   Samtals náms- og fæðisgjald 

  • Dvalarstundir 6,5     Flokkur 1.   57.911  Flokkur 2.   38.388    Með morgun-og hádegismat 

  • Dvalarstundir  7      Flokkur 1.    66.614   Flokkur 2.   45.589    Með morgun-hádegis- og síðdegishressingu 

  • Dvalarstundir 7,5    Flokkur 1.    69.180  Flokkur 2.   46.653    Með morgun-hádegis- og síðdegishressingu 

  • Dvalarstundir  8     Flokkur 1.    71.746   Flokkur 2.   47.717    Með morgun-hádegis- og síðdegishressingu 

Flokkur I Giftir foreldar, sambúðarfólk 

Flokkur II Einstæðir foreldrar, Báðir foreldrar eru í námi. Annað eða báðir foreldrar eru a.m.k. 75% öryrki.


Leikskólastjóri getur sótt um að starfsmaður greiði skv. þessum flokki 

Einstæðir foreldrar þurfa að fylla út umsókn hjá leikskólastjóra til að greiða samkvæmt gjaldskrá Flokki II. 

Til að greiða skv. gjaldskrá fyrir námsmenn þarf að skila inn skólavottorði, sem staðfestir að foreldrar séu í fullu námi.

Til að námsmannavottorð sé tekið gilt þarf einingafjöldi að fylgja með vottorðunum 

Til að eiga rétt á námsmannagjaldi þarf námsmaður að vera í a.m.k. 22 ECTS á önn á háskólastigi en 15 einingum á önn í sérnámi/iðnnámi/menntaskóla. Fjarnám er ekki tekið gilt. 

Til að greiða gjald skv. gjaldskrá fyrir öryrkja þarf að skila inn ljósriti af örorkuskírteini, sem sýnir a.m.k 75% örorku. Gjaldskrá skv. flokki II gildir frá því að ljósriti af örorkuskírteini er skilað til Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar 

Ef barnið er yfir 8 tíma vistun þá greiðir foreldri hærra gjald. Flokkur I 7.385 kr. fyrsta hálftímann. Flokkur II 3.044 kr. fyrir fyrsta hálftímann. 

bottom of page